CITROËN Ë-C4 rafbíll
Veldu þægindi í hæsta gæðaflokki!
DRÆGNI OG ÁHRIFAÞÆTTIR
Raundrægni fer eftir mörgum þáttum, s.s. hraða, aksturslagi, akstursskilyrðum, útihitastigi, notkun miðstöðvar og loftkælingu og fjölda farþega og farangurs. Orkunotkun er t.d. minni á lægri hraða. Aksturslag og aksturskilyrði hafa áhrif á drægni. Mjúk hröðun og rétt notkun hemla eða rafbremsu (B stilling á skiptingu) eykur drægni og sparar orku. Útihitastig, notkun á miðstöð og loftkælingu eru allt þættir sem taka rafmagn og hafa áhrif á drægni. Forhitun á rafbíl er góð leið til að hámarka drægni þar sem ekki þarf að eyða rafmagni til að hita eða kæla bílinn í upphafi aksturs. Þyngd bílsins hefur eins og gefur að skilja áhrif á drægni og því geta fullur bíll af farþegum og farangri haft áhrif á drægnina.
Varmadæla er mikilvægur búnaður í rafbílum, sérstaklega á Íslandi því varmadælur virka best við -5 til 15°C. Varmadælan endurnýtir orku úr umhverfinu fyrir bæði miðstöð og drifrafhlöðu bílsins sem gerir það kleift að ekki þarf að nota eins mikla orku frá drifrafhlöðunni til að hita eða kæla bílinn. Það getur munað allt að 15% af drægni bílsins hvort varmadæla er í bílnum eða ekki.
Varmadæla er fáanleg sem aukabúnaður í Citroën Ë-C4.
ÞRJÁR AKSTURSSTILLINGAR
Citroën ë-C4 er með þremur aksturstillingum sem hafa mismunandi áhrif á drægni.
ECO - í þessari næst hámarksdrægni.
NORMAL - í þessar stillingu keyra flestir.
SPORT - í þessari stillingu skilar bíllinn hámarksafli sem hefur mest áhrif á drægni.
ÓDÝRARI HRAÐHLEÐSLA FYRIR CITROËN EIGENDUR
MY CITROËN APPIÐ
Fjarstýrð virkni gerir kleift að fjarstýra forhitun í MyCitroen® appinu. Einnig er einfalt er að tímasetja, stöðva og virkja hleðslu í MyCitroen® appinu ásamt því að vera með yfirsýn um bílinn þ.á.m. stöðu á drægni, hleðslustöðu, þjónustuyfirlit og panta tíma á þjónustuverkstæði. Fylgir frítt með í 12 mánuði frá nýskráningardegi.
HELSTU ÁHRIFAÞÆTTIR Á DRÆGNI
900 ÞÚSUND KRÓNA RAFBÍLASTYRKUR
ORKUSKIPTIN MEÐ CITROËN
Ódýrari hraðhleðsla fyrir Citroën eigendur
Heimahleðslustöðvar
Kynntu þér hleðslustöðvar með uppsetningu frá Íslenskri Bílorku.