Citroën sendibílar
100 ára reynsla
- Margar stærðir og útfærslur, beinskiptir og sjálfskiptir
- Tveggja til þriggja sæta með ríkulegum staðalbúnaði
- Þægileg hleðsluhæð og frábær vinnuaðstaða
- Þægindi, áreiðanleiki og hagkvæmni
- Víðtæk 7 ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu
Rafsendibílar fá styrk frá Orkusjóði
Rafsendibílar í ökutækjaflokknum N1 sem eru nýskráðir eftir 1. janúar 2024 fá greiddan 500.000 kr. rafbílastyrk ef kaupverð er undir 10 millj. kr. Að auki geta fyrirtæki í atvinnurekstri
innskattað 24% virðisaukaskatt af kaupverðinu ásamt því að innskatta allan rekstrarkostnað sendibílsins ef bíllinn er á rauðum númerum.
Kynntu þér ríkulegt úrval Citroën sendibíla
Berlingo & Ë-Berlingo sendibílar
Kynntu þér Citroën Berlingo er sem er tveggja til þriggja sæta sendibíll, fáanlegur beinskiptur og sjálfskiptur í dísilútfærslu og sjálfskiptur í rafmagnsútfærslu í tveimur lengdum. Rúmmál hleðslurýmis er allt að 3,9 m³ og rúmar auðveldlega tvö vörubretti. Með Extenso Cab innréttingunni, sem er fellanlegt sæti og lúga á þili er einfalt að flytja allt að 3,440 m langa hluti. Mikil áhersla er er lögð á fyrirtaks vinnuaðstöðu með góðu aðgengi og þægilegri hleðsluhæð.
Jumpy & Ë-Jumpy sendibílar
Kynntu þér Citroën Jumpy þriggja sæta sendibíll sem er fáanlegur beinskiptur og sjálfskiptur í dísilútfærslu og sjálfskiptur í rafmagnsútfærslu í tveimur lengdum. Rúmmál hleðslurýmis er allt að 6,1 m³ og rúmar auðveldlega þrjú vörubretti. Með Moduwork innréttingunni, sem er fellanlegt sæti og lúga á þili er einfalt að flytja allt að 4,026 m langa hluti. Mikil áhersla er er lögð á fyrirtaks vinnuaðstöðu með góðu aðgengi og þægilegri hleðsluhæð.
Fyrirtækjalausnir
Fyrirtækjalausnir Brimborgar bjóða hagkvæmar, sérsniðnar heildarlausnir í bílamálum. Sérfræðingar Fyrirtækjalausna Brimborgar þjónusta fyrirtæki um allt land.
Við bjóðum upp á ráðgjöf og alhliðahleðslulausnir fyrir rafbíla og uppsetningu bæði AC vegghleðslustöðvar og DC hraðhleðslustöðvar. Kynntu þér málið nánar hér.
Fyrirtæki í viðskiptum fá sérkjör í hraðhleðsluneti Íslenskrar Bílorku.
Brimborg býður nú alla nýja Citroën sendibíla sem keyptir eru hjá Brimborg með 7 ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.
Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi þjónustuferli framleiðanda.