Voir le contenu
Citroën C5 Aircross

CITROËN C5 AIRCROSS

Hár frá götu, rúmgóður og með hárri sætisstöðu

Citroën C5 Aircross SUV er rúmgóður og notendavænn fjölskyldubíll, einstaklega sparneytinn og hentar vel í langkeyrslur með alla fjölskylduna og fullt af farangri.

 

KYNNTU ÞÉR C5 AIRCROSS

FÁANLEGUR Í DÍSIL OG TENGILTVINN ÚTFÆRSLUM

Það tekur aðeins örskot að hlaða drifrafhlöðu Citroën C5 Aircross PHEV með íslenskri raforku því hann er fáanlegur með öflugri 7,4 kW hleðslustýringu. Stærð drifrafhlöðunnar er 12,4 kWh og drægni hennar skv. WLTP allt að 56 km á hreinu rafmagni.
Citroën C5 Aircross SUV er búinn nýjustu kynslóð sparneytinna BlueHdi dísilvéla. Sparneytin dísilvélin eyðir frá 5,5 l/100 km skv. WLTP mæligildi. Citroën C5 Aircross SUV er með nýrri 8 þrepa sjálfskiptingu sem sparar allt að 7% af eldsneyti miðað við eldri 6 þrepa sjálfskiptingar. Citroën C5 Aircross SUV er einnig fáanlegur sem tengiltvinn rafbíll.

RÚMGÓÐUR MEÐ HÁRRI SÆTISSTÖÐU

Rúmgóður og notendavænn, einstaklega sparneytinn og hentar vel í langkeyrslur með alla fjölskylduna og fullt af farangri. Íslenskar aðstæður vefjast ekki fyrir Citroën C5 Aircross SUV en háfættur svífur hann 23 sentimetrum yfir ójöfnur íslenskra vega á byltingarkenndri fjöðrun. Hábyggt jeppalagið og há sætisstaða skapa þægilegt aðgengi og þegar inn er komið blasir við notendavænt, rúmgott innra rými með breiðum, mjúkum sætum og þremur, stökum, jafnbreiðum aftursætum. 

7 ÁRA VÍÐTÆK ÁBYRGÐ

Örugg gæði Citroën með lengri ábyrgð hjá Brimborg

Örugg gæði Citroën eru staðfest með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi ferli framleiðenda hvað varðar þjónustuskoðanir. Tryggðu þér örygg gæði Citroën!

 

MÖGNUÐ ÞÆGINDI

EINSTÖK BYLTINGARKENND FJÖÐRUN

Hin byltingarkennda fjöðrun Citroën C5 Aircross SUV er afar einföld, en snjöll og áhrifarík og virkar sérlega vel á ójöfnur í vegum en einnig á hvassar íslenskar holur þar sem högg geta verið hörð. Hefðbundinn fjöðrunarbúnaður er byggður upp af gormi og dempara með gúmmípúða í enda fjöðrunar en Citroën bætir við vökvastoppara að ofan og neðan í demparanum sjálfum. Komdu og upplifðu einstaka mýkt og byltingarkennda fjöðrun!

 

FJARSTÝRÐ VIRKNI

HAFÐU YFIRSÝN MEÐ MYCITROËN APPINU

Vertu með yfirsýn með MyCitroën® appinu. Í MyCitroën® appinu er hægt að skoða eftirfarandi upplýsingar þegar þér hentar: stöðu kílómetramælis, stöðu á þjónustu, fá margvíslegar tilkynningar um stöðu á bílnum, sjá rauntímastaðsetningu bílsins á korti, sjá lengd ferðar, upphafs- og lokastað ásamt upphafs- og lokatíma, sjá upplýsingar um hvernig eldsneytisnotkun hefur verið á síðustu ferðum ásamt því að fá upplýsingar um hvað viðvörunarljós í mælaborðinu þýða. Þú getur einnig pantað tíma á þjónustuverkstæði Citroën á Íslandi í MyCitroën® appinu. Frítt í 12 mánuði frá nýskráningardegi.

HELSTU ÁHRIFAÞÆTTIR Á DRÆGNI TENGILTVINN ÚTFÆRSLU

Það tekur aðeins örskot að hlaða drifrafhlöðu Citroën C5 Aircross phev tengiltvinnbíl með íslenskri raforku því hann er fáanlegur með öflugri 7,4 kW hleðslustýringu. Stærð rafhlöðunnar er 12,4 kWh og drægni hennar er u.þ.b. 56 km á hreinu rafmagni. Hægt er að fullhlaða heima eða í vinnu á innan við 2 tímum. Raundrægni fer eftir mörgum þáttum, s.s. hraða, aksturslagi, akstursskilyrðum, útihitastigi, notkun miðstöðvar og loftkælingu og fjölda farþega og farangurs. Orkunotkun er t.d. minni á lægri hraða. Aksturslag og aksturskilyrði hafa áhrif á drægni. Mjúk hröðun og rétt notkun hemla eða rafbremsu (B stilling á skiptingu) eykur drægni og sparar orku. Útihitastig, notkun á miðstöð og loftkælingu eru allt þættir sem taka rafmagn og hafa áhrif á drægni. Forhitun á rafbíl er góð leið til að hámarka drægni þar sem ekki þarf að eyða rafmagni til að hita eða kæla bílinn í upphafi aksturs. Þyngd bílsins hefur eins og gefur að skilja áhrif á drægni og því geta fullur bíll af farþegum og farangri haft áhrif á drægnina.
HRAÐI 
Hraði hefur áhrif á drægni.  
ÚTIHITASTIG 
Útihitastig hefur áhrif á drægni.  
AKSTURSLAG
Aksturslag hefur áhrif á drægni.  
FARANGUR 
Þyngd farangurs í hleðslurými og aukahlutir á þaki hafa áhrif á drægni. 

FRÁBÆR FJÖLSKYLDUBÍLL

HÁFÆTTUR, 23 CM FRÁ GÖTU, RÚMGÓÐUR MEÐ HÁRRI SÆTISSTÖÐU

Citroën C5 Aircross SUV rúmar vel alla fjölskylduna og fullt af farangri. Hábyggt jeppalagið og há sætisstaða skapa þægilegt aðgengi og þegar inn er komið blasir við notendavænt, rúmgott innra rými með breiðum, mjúkum framsætum og í aftari sætaröð eru þrjú stök, jafnbreið aftursæti, öll á sleða, sem auðveldlega rúma þrjá barnastóla. Farangursrýmið er allt að 720 l, það stærsta í þessum flokki bíla og rúmar auðveldlega golfsettið eða barnavagn auk annars farangurs. Komdu með fjölskylduna og mátaðu!