SKILMÁLAR I PERSÓNUVERND
Takmörkun á afnotum
Efni vefsvæðisins
Vefsvæði Citroën á Íslandi inniheldur upplýsingar um þær vörur sem Citroën á Íslandi býður til sölu hér á landi skv. samkomulagi við birgja hverju sinni. Ekki er tryggt að vörur á þessum vef séu ávallt til á lager og í einstaka tilfellum er eingöngu um að ræða að vara sé seld gegn sérpöntun. Citroën á Íslandi og birgjar fyrirtækisins áskilja sér rétt til að breyta vöruframboði án fyrirvara, breyta verði án fyrirvara og breyta búnaði án fyrirvara. Upplýsingarnar á vefsvæðinu eru ekki tæmandi og koma aldrei í stað þeirra upplýsinga sem söluráðgjafar Citroën á Íslandi veita. Citroën á Íslandi leggur áherslu á að upplýsingar á vefsvæðinu séu réttar en afsalar sér ábyrgð á því ef upplýsingar reynast rangar.
Verð á vöru og þjónustu
Verð vöru- og þjónustu á vefnum er einungis til viðmiðunar. Upplýsingar um verð, lýsing vöru, staðalbúnaðar og verð aukabúnaðar fela ekki í sér bindandi tilboð af hálfu Citroën á Íslandi. Slíkar upplýsingar kunna að vera úreltar og Citroën á Íslandi beinir því til notanda að sannreyna upplýsingarnar sem fram koma á vefsvæðinu á hverjum tíma hafi hann í hyggju að nýta þær með einhverjum hætti. Verð er ávallt með virðisaukaskatti og getur breyst án fyrirvara og getur verið háð gengi á hverjum tíma en nánar er kveðið á um verðskilmála í kaupsamningi. Verð á rekstrarleigu er miðað við mánaðarlegar greiðslur í 36 mánuði sem geta verið háðar gengi erlendra mynta og vöxtum þeirra.
Vernd persónuupplýsinga
Tenging við önnur vefsvæði
Takmörkun ábyrgðar
Lögsaga og dómstólar
Vafrakökur (Cookies)
Þessi vefsíða notar vafrakökur (Cookies) til þess að tryggja betri upplifun af síðunni fyrir notendur. Vafrakökur safna upplýsingum um notanda til þess að gera vefinn notendavænni. Vafrakökur (Cookies) geta geymt upplýsingar um stillingar notenda, tölfræði heimsókna, auðkenni innskráðra notenda ofl. Vafrakökur eru nauðsynlegar til þess að geta boðið uppá ýmsa virkni og koma í veg fyrir árásir tölvuþrjóta.
Þú getur valið hvort vefurinn fái að safna þessum gögnum eða ekki og ef þú óskar ekki eftir því þá getur það valdið því að ekki sé hægt að nýta alla þá möguleika sem vefsíðan hefur upp á að bjóða.
Til þess að stilla vafrakökur í Google Chrome:
- Farið í “Customize and control Google Ghrome”
- Settings
- Advanced
- Content settings
- Cookies
Upplýsingar um hvernig stilla má aðra vafra má finna á vefsíðu um vafrakökur: allaboutcookies.org.