Ábyrgð Citroën bíla
Brimborg býður nú alla nýja Citroën bíla sem keyptir eru hjá Brimborg með 7 ára ábyrgð og 8 ár á drifrafhlöðu rafbíla.
ÁBYRGÐ CITROEN BÍLA
7 ára ábyrgð og 8 ára drifrafhlöðuábyrgð
SKILMÁLAR
Til að viðhalda ábyrgðinni þarf að viðhalda bifreiðinni samkvæmt ferli framleiðanda eins og kemur fram í þjónustuyfirliti frá framleiðanda / þjónustubók / eigandahandbók sem þú færð með bílnum. Einnig geta upplýsingarnar verið gefnar upp á stafrænan hátt í appi eða í mælaborði bifreiðarinnar og er mikilvægt að fylgja þjónustunni. Algengt þjónustueftirlit Citroën bifreiða er árlega eða á 15.000 km fresti hvort sem á undan kemur tími eða km fjöldi. Þessi regla getur þó verið breytileg á milli undirgerða og vélargerða. Við afhendingu nýrra bifreiðar fer söluráðgjafi nánar yfir þjónustuyfirlit bifreiðarinnar. Kaupandi ber kostnað af reglulegu þjónustueftirliti.
Athygli er vakin á því að 7 ára Citroën ábyrgð er skv. sérstökum skilmálum en tók gildi 28.10.2020. Frá 01.06.2019 – 27.10.2020 var 5 ára ábyrgð en fyrir þann tíma var ábyrgð Citroën bifreiða 2 ár skv. skilmálum.
ÁBYRGÐARVIÐGERÐ
Hvert sný ég mér varðandi ábyrgðarviðgerð?
Þú ferð með Citroën bílinn þinn ásamt eiganda- og þjónustuhandbók á Citroën verkstæði Brimborgar eða til viðurkennds þjónustuaðila Citroën utan Reykjavíkur. Allir viðurkenndir þjónustuaðilar Citroën geta annast viðgerðir sem falla undir ábyrgð.
Panta tíma í ábyrgðarviðgerð á verkstæði Citroën
Þú getur pantað tíma á verkstæði Citroën hér á vefnum. Þegar þú hefur bókað tíma þá færð þú mjög fljótlega staðfestingu í sms með nánari leiðbeiningum. Síðan munum við minna þig á tímann fjórum dögum áður en þú átt að mæta og aftur minnum við á daginn áður. Þú finnur lausan tíma, bókar tíma eða afbókar hjá verkstæði Citroën hér: